Skip to Content

Hvað er eiginlega að Ólafi Ragnari?

Smá pistill um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2015 og framtíðarhorfur. Myndin er af síðunni www.olafurogdorrit.is frá árinu 2012. Hún er ekki lengur aðgengileg en verður á því breyting á nýju ári? Sagnfræðingum gengur nógu illa að spá fyrir um fortíðina þótt þeir reyni ekki í ofanálag að rýna í framtíðina...

Viðbót 30.12.2015 kl. 18:09: 

Athygli mín hefur verið vakin á því að þótt formlegar ræður og kveðjur forseta séu mun færri á þessu ári en áður, eins og lesa má á heimasíðu embættisins, segi slíkur samanburður aðeins hálfa sögu, og varla það, um umsvif Ólafs Ragnars, fyrirlestra, ávörp og annað af því tagi, oftar en ekki blaðlaust. Að líkindum hafi hann verið virkari í þeim efnum á því ári sem nú er að líða en nokkru sinni fyrr.  Þessu vil ég endilega bæta við hér. 

Share this


Drupal vefsíða: Emstrur