Vestnordens Historie (frá 2002)
Vestnordens Historie (VNH, frá 2002)
Snemma á þessari öld var stofnaður rannsóknahópur um sameiginlega sögu vestnorrænu landanna, Grænlands, Íslands og Færeyja. Fyrst um sinn var mest áhersla lögð á ráðstefnur og fyrirlestrahald, og reyndar einnig útgáfu erinda og vísast hér til erindis míns um landhelgismál þessara landa.
Nú stendur fyrir dyrum að stofna og reka rannsóknar"centrum" og dýpka þannig þessa samvinnu enn frekar. Fyrst um sinn yrði sú miðstöð í Færeyjum. Þar hefur mestur drifkrafturinn og áhuginn verið. Á Grænlandi eru vanefnin meiri í fræðilegu ljósi, þó að einstaklingarnir sem komið hafa við sögu séu dugnaðarforkar. Sama gildir á Íslandi en hér gætir þess kannski að hið vestnorræna samhengi sé ekki eins spennandi og víðara sjónarhorn. Gott ef maður ekki gerst sekur um þetta sjálfur, eða reyni að minnsta kosti að vera sér meðvitaður um hættuna á því.