Skip to Content

"Sjálfstæðir Íslendingar. Lýðveldið á tímamótum", Fréttablaðið 16. júní 2014

Hér er smá grein um lýðveldið og sífelldar endurskilgreiningar á sjálfstæði og sjálfsmynd þjóðarinnar frá 17. júní 1944 til okkar daga. Ég hef líka verið að velta fyrir mér hvort þessar kenningar um "post-imperial ideology" gætu passað að einhverju leyti við Ísland: "While PII affects a range of state behavior, its influence is most apparent when states perceive threats to sovereignty, when borders viewed as non-negotiable are contested or when a state's international prestige is jeopardized.Particularly, it does so by leading states traumatized by colonialism to first, adopt the position of victim and cast other states as victimizers; second, justify their actions or stances through a discourse invoking oppression and discrimination; third, adopt strict concepts of the inviolability of borders; and fourth, have a sensitivity to loss of face and a desire to regain "lost" status." Sjá: Miller, Manjari Chatterjee, Wronged by Empire. Post-Imperial Ideology and Foreign Policy in India and China (Stanford: Stanford University Press, 2013), bls. 8. Held að þetta sé nú langsótt en kannski einhver tenging þarna.

Viðbót á þjóðhátíðardaginn og síðar: Í forystugrein Fréttablaðsins er vikið að fyrri skrifum mínum í Kjarnanum um tengd efni. Í pistli á Eyjunni vék Egill Helgason einnig að greininni. Svo er hér hörð gagnrýni af vef Fullveldisvaktarinnar.

Myndin er af Austurvelli á Þjóðhátíðardaginn og birtist í Fréttablaðinu. Dorrit forsetafrú stumrar yfir skáta sem leið yfir í miðri athöfn. Allt mun hafa farið vel.Drupal vefsíða: Emstrur