Skip to Content

"Síldarbræðsla" og "Síldarleit úr lofti" (2007)

„Síldarbræðsla“, og  „Síldarleit úr lofti“. Silfur hafsins. Gull Íslands. Síldarsaga Íslands III (Reykjavík: Nesútgáfan 2007), bls. 65-174 og 217-230.

Sumarið 1992 þegar ég kom heim úr BA-námi í sagnfræði og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla í Bretlandi - og endasleppt framhaldsnám í Þýskalandi - fann ég í fyrstu ekkert að vinna við heima á Íslandi. Sem betur fer sá Steinar J. Lúðvíksson, aðalritstjóri Fróða og eiginmaður föðursystur minnar Gullveigar, aumur á mér og bauð mér að þýða skáldsögur Stephens Kings. Það var mjög gaman og sömuleiðis fékk ég vinnu við sumarafleysingar á fréttastofu Bylgjunnar. Mestu skipti þó að Benedikt Sveinsson, sem ég þekkti gegnum Stjörnuna í Garðabæ, bað mig að taka saman efni í ævisögu föður hans, Sveins Benediktssonar útgerðarmanns og stjórnarformanns Síldarverksmiðja ríkisins um árabil. TIl urðu drög að ævisögu en þegar ég lít á þau löngu síðar þakka ég mínum sæla að verkið var ekki gefið út. Verði að því þarf það mikillar endurskoðunar og slípunar við.

En þannig orsakaðist það að ég, sem hef aldrei stigið fæti inn í síldarverksmiðju, fór síðar að skrifa um síldarbræðslu og ýmislegt tengt silfri hafsins í hina miklu síldarsögu sem kom að lokum út árið 2007.Drupal vefsíða: Emstrur