Skip to Content

Rannsóknaverkefni

Around 1968: Activism, Networks, Trajectories

Í sambandi við þetta verkefni voru tekin viðtöl við íslenska "aktívista" þar sem sjónum var einkum beint að alþjóðlegum straumum og stefnum, samskiptum við erlenda hópa og einstaklinga. Auðvitað var einnig rætt um "1968" og þá gerjun, umbyltingu eða upplausn jafnvel sem gætti í samfélaginu um þær mundir. Rannsóknaverkefnið er fjölþjóðlegt og gott dæmi um þá áherslu á "transnationalism" sem nýtur mikillar hylli í fræðasamfélaginu þessa daga. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér. Bók með niðurstöðum þess er í vinnslu (okt. 2012). Eins ber að nefna að verkefnið tengist einnig með beinum hætti öðrum rannsóknarverkefni mínu, um ógnir og innra öryggi á Íslandi í kalda stríðinu.

NORCENCOWAR (The Nordic and North/Central European Network of Cold War Researchers, frá 2008)

Nánari upplýsingar um þetta viðamikla rannsóknarverkefni má finna hér. Innan vébanda þess hef ég flutt erindi um innra öryggi á Íslandi, símahleranir og loftvarnir í kalda stríðinu. Síðasta ráðstefnan var haldin í Reykjavík í september 2011. Erindi mitt um loftvarnir á Íslandi verður gefið út, væntanlega 2013.

Threats to Iceland’s internal security, 1945-1991 (2008-2012)

Verkefnastyrkur Rannís. Rannsókninni var ætlað að vera n.k. framhald á þeirri vinnu sem leiddi til bókarinnar Óvinir ríkisins. Ófyrirséð starfslok hjá Háskólanum í Reykjavík settu dálítið strik í reikninginn en þó tókst að ljúka verkefninu. Grein er í vinnslu sem verður boðin erlendu fræðiriti til birtingar. Verkefnið tengdist með beinum hætti "Around 1968"-rannsókninni og að allmiklu leyti sömuleiðis störfum innan vébanda "NORCENCOWAR" og "Center for Koldkrigsstudier".

Center for Koldkrigsstudier (frá 2007)

Þátttaka í þessum rannsóknarhópi hefur falið í sér ráðstefnur og rannsóknir á kalda stríðinu í samnorrænu samhengi. Nánari upplýsingar um "netverkið" eru hér.

NAFHA (North Atlantic Fisheries History Association, frá 2004)

Fræðafólk frá Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku á aðild að þessum samtökum. Fyrir Íslands hönd var Jón Þ. Þór þar lengi prímusmótor. Samtökin hafa staðið að ráðstefnum víðs vegar við strendur Norður-Atlantshafs og hef ég sótt margar þeirra, kynnt landhelgisrannóknir mínar og notið góðs af kynnum við kollega sem sinna svipuðum störfum. Kafla um Ísland, Færeyjar og Grænland á ég í öðru bindi um sameiginlega sögu lananna við Norður-Atlantshafs sem senn kemur út á vegum NAFHA.

Vestnordens Historie (VNH, frá 2002)

Snemma á þessari öld var stofnaður rannsóknahópur um sameiginlega sögu vestnorrænu landanna, Grænlands, Íslands og Færeyja. Fyrst um sinn var mest áhersla lögð á ráðstefnur og fyrirlestrahald, og reyndar einnig útgáfu erinda og vísast hér til erindis míns um landhelgismál þessara landa.

Nú stendur fyrir dyrum að stofna og reka rannsóknar"centrum" og dýpka þannig þessa samvinnu enn frekar. Fyrst um sinn yrði sú miðstöð í Færeyjum. Þar hefur mestur drifkrafturinn og áhuginn verið. Á Grænlandi eru vanefnin meiri í fræðilegu ljósi, þó að einstaklingarnir sem komið hafa við sögu séu dugnaðarforkar. Sama gildir á Íslandi en hér gætir þess kannski að hið vestnorræna samhengi sé ekki eins spennandi og víðara sjónarhorn. Gott ef maður ekki gerst sekur um þetta sjálfur, eða reyni að minnsta kosti að vera sér meðvitaður um hættuna á því.

EUDO Citizenship (2009-2010)

Þátttaka fyrir Íslands hönd ásamt Gunnari Þór Péturssyni, sérfræðingi við lagadeild HR. Upplýsingar um rannsóknaverkefnið má finna hér, og greinargerð okkar Gunnars, "Country Report: Iceland" er aðgengileg hér.

The Cod Wars. Iceland’s Fishing Disputes with foreign nations, 1948-1976 (2004-2006)

Nýdoktorastyrkur Rannís. Fyrir verk sem urðu til í sambandi við þá styrkveitingu, sjá bækur (hér og hér og hér) og fræðigreinar um landhelgismál og þorskastríð.Drupal vefsíða: Emstrur