Skip to Content

Kennsla við Háskóla Íslands

SAG421G Þorskastríðin. Fiskveiðideilur Íslendinga við erlendar þjóðir, 1948-1976 (2013)

Þetta námskeið, SAG421, var að miklu leyti byggt á fyrra námskeiði um þorskastríðin. Nemendur voru þó mun færri og efnistök eftir því. Auk þess var námsefnið auðvitað uppfært og má þar kannski einkum nefna umræður um það hvernig minningar um þorskastríðin voru notaðar í rökræðum um Icesave og hugsanlega aðild Íslands að ESB. Í umræðutíma um það fengum við góðan gest, Jóhannes Þ. Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í tíma um framtíðarhafréttarhagsmuni Íslands kom svo Gunnlaugur Jónsson, einn þeirra sem horfir vonaraugum til olíu og annarra auðlinda á hafsbotninum norður og austur af landinu. Námskeiðslýsingu má finna hér. Glærur fyrsta fyrirlestarins eru hér og glærur í tengslum við þorskastríðin, Icesave og sameiginlegar minningar hér. Einnig bendi ég á erindi um það efni sem ég flutti á ráðstefnu við Háskólann á Bifröst.
 

05.60.17 Íslandssaga eftir 1815 (2007)

Veturinn 2006-2007 var skipulagi kjarnanámskeiða í sagnfræði breytt nokkuð. Skiptingin í Íslands- og Norðurlandasögu I-IV annars vegar og Mannkynssögu I-IV hins vegar hvarf og í staðinn komu færri námskeið sem náðu þá yfir lengri tímaskeið. Um leið var ekki ætlunin að reyna að segja eitthvað frá öllu, eins og vildi jafnvel vera raunin með þessi kjarnanámskeið.

Þetta námskeið kenndi ég með Guðmundi Jónssyni, umsjónarmanni þess, og Guðmundi Hálfdanarsyni. Námskeiðslýsingin sýnir verkaskiptinguna.

05.60.09  Íslands- og Norðurlandasaga IV (2006)

Þetta kjarnanámskeið kenndi ég með Sigríði Matthíasdóttur vorið 2006. Í grófum dráttum skiptum við þannig með okkur verkum að ég fór yfir stjórnmála- og atvinnusögu, Sigríður félags- og kynjasögu. Gekk samstarfið mjög vel. Námskeiðslýsing er hér og hér er stutt yfirlit á glærum og vegsemd og vanda þess að stunda samtímasögu; efni sem ég ræddi í upphafi námskeiðs við nemendurna.

05.50.19 Ísland á 20. öld (2005-2006)

Ég tók við kennslu þessa námskeiðs af Eggerti Þór Bernharðssyni. Námskeiðið var ætlað þeim erlendu nemum sem lögðu stund á nám í íslensku. Þótt það væri kennt á íslensku var því nauðsynlegt að stilla kröfum um lestur í hóf og nota einföld orð frekar en flókin. Að því sögðu voru allmargir nemendanna hrein undrabörn í íslensku og langflestir sérlega duglegir og samviskusamir. Hér eru námskeiðslýsingar áranna 2005 og 2006. Lokafyrirlesturinn - samantekt - um stöðu Íslands í samtímanum má finna hér.

05.60.32 Þorskastríðin. Fiskveiðideilur Íslendinga við erlendar þjóðir, 1948-1976 (2005)

Þetta námskeið var kennt við sagnfræðiskor Háskóla Íslands vorið 2005. Kennsluáætlun má nálgast hér. Glærur fyrsta fyrirlestrar og umræðutíma eru hér. Nemendur í námskeiðinu skiptu með sér verkum og skrifuðu hver um sig kafla um sögu þorskastríðanna og íslenskra landhelgismála. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar, með forstjórann Georg S. Lárusson í broddi fylkingar, tók þeirri viðleitni vel og vilda fúslega birta afraksturinn á heimasíðu Gæslunnar.

05.66.01. History of Iceland from the Settlement to the Present (2004-2005)

Þetta námskeið, ætlað erlendum námsmönnum við háskólann, kenndi ég vorið 2004 ásamt Láru Magnúsardóttur og ári síðar með Sverri Jakobssyni. Námskeiðslýsingu fyrra árs má finna hér og þá seinni hér. Glærur með samantekt um sögu síðustu alda (viðfangsefni mitt bæði skiptin) eru aðgengilegar hér.

Mannkynssaga IV (1996-1997)

Þetta kjarnanámskeið kenndi ég haustið 1996 og aftur að ári í stað Þórs Whiteheads sem var í rannsóknarleyfi. Sýndi Þór mér mikinn trúnað með þessu því þarna var ég nýkominn með meistaragráðu í faginu og litla kennslureynslu. Allt gekk þetta nú vel. Upplýsingar um námskeiðið verða settar inn hér síðar.

Eystrasaltslöndin á þessari öld (1997-1998)

Þetta námskeið kenndi ég við Háskóla Íslands veturinn 1997-1998. Upplýsingar um það hef ég í kassa í geymslu. Námskeiðslýsing og annað efni verður gert aðgengilegt hér með tíð og tíma.

 


Drupal vefsíða: Emstrur