Skip to Content

"Er hægt að breyta stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?" Erindi 18. febrúar 2015

Stjórnarskrárfélagið stóð fyrir fundi um stjórnarskrármál í Iðnó í Reykjavík 18. febrúar 2015. Ég flutti þar erindi sem ég nefndi "Er hægt að breyta stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?" Fundinn í heild sinni er hægt að hlýða á hér og svo hér. Í kynningu á fundinum sagði svo:

Forystumenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi mæta og gera grein fyrir stefnu sinna flokka varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar. Margt hangir þar á spýtunni, s.s. auðlindaákvæði, þjóðaratkvæðagreiðslur, persónukjör, atkvæðavægi, upplýsingaréttur, náttúruvernd, herskylda, þjóðkirkjan, forsetaembættið, umboðsmaður Alþingis og þingmál að frumkvæði kjósenda. 

Hvað ætlast stjórnmálaflokkarnir fyrir með tillögur að nýrri stjórnarskrá sem kjósendur greiddu atkvæði um haustið 2012?

Fyrir flokkana mæta þau Árni Páll Árnason, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Árni Múli Jónasson og Sigurður Ingi Jóhannesson.

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, flytur erindi sem hann nefnir "Er hægt að breyta stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?"

Margt fróðlegt kom fram í umræðum stjórnmálamannanna en ég dreg hér fram tvö komment, annað frá Katrínu Jakobsdóttur sem sagði að þótt það ætti ekki að vera auðvelt að breyta stjórnarskrá „þá á það ekki að vera ómögulegt“.

Birgir Ármannsson sagði líka eftirminnilega: „Stjórnarskrá í vestrænu lýðræðisríki á að breyta í samræmi við ákvæði stjórnarskrár í vestrænu lýðræðisríki".Drupal vefsíða: Emstrur