Skip to Content

Around 1968 (frá 2008)

Around 1968: Activism, Networks, Trajectories

Í sambandi við þetta verkefni voru tekin viðtöl við íslenska "aktívista" þar sem sjónum var einkum beint að alþjóðlegum straumum og stefnum, samskiptum við erlenda hópa og einstaklinga. Auðvitað var einnig rætt um "1968" og þá gerjun, umbyltingu eða upplausn jafnvel sem gætti í samfélaginu um þær mundir. Rannsóknaverkefnið er fjölþjóðlegt og gott dæmi um þá áherslu á "transnationalism" sem nýtur mikillar hylli í fræðasamfélaginu þessa daga. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér og hér. Bók með niðurstöðum þess er í vinnslu (sept. 2011). Eins ber að nefna að verkefnið tengist einnig með beinum hætti öðrum rannsóknarverkefni mínu, um ógnir og innra öryggi á Íslandi í kalda stríðinu.

 Drupal vefsíða: Emstrur