Skip to Content

Þorskastríðin (2013)

Þetta námskeið, SAG421, var að miklu leyti byggt á fyrra námskeiði um þorskastríðin. Nemendur voru þó mun færri og efnistök eftir því. Auk þess var námsefnið auðvitað uppfært og má þar kannski einkum nefna umræður um það hvernig minningar um þorskastríðin voru notaðar í rökræðum um Icesave og hugsanlega aðild Íslands að ESB. Í umræðutíma um það fengum við góðan gest, Jóhannes Þ. Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í tíma um framtíðarhafréttarhagsmuni Íslands kom svo Gunnlaugur Jónsson, einn þeirra sem horfir vonaraugum til olíu og annarra auðlinda á hafsbotninum norður og austur af landinu. Námskeiðslýsingu má finna hér. Glærur fyrsta fyrirlestarins eru hér og glærur í tengslum við þorskastríðin, Icesave og sameiginlegar minningar hér. Einnig bendi ég á erindi um það efni sem ég flutti á ráðstefnu við Háskólann á Bifröst.Drupal vefsíða: Emstrur