Ísland á 20. öld (2005 og 2006)
05.50.19 Ísland á 20. öld
Ég tók við kennslu þessa námskeiðs af Eggerti Þór Bernharðssyni. Námskeiðið var ætlað þeim erlendu nemum sem lögðu stund á nám í íslensku. Þótt það væri kennt á íslensku var því nauðsynlegt að stilla kröfum um lestur í hóf og nota einföld orð frekar en flókin. Að því sögðu voru allmargir nemendanna hrein undrabörn í íslensku og langflestir sérlega duglegir og samviskusamir. Hér eru námskeiðslýsingar áranna 2005 og 2006. Lokafyrirlesturinn - samantekt - um stöðu Íslands í samtímanum má finna hér.