Skip to Content

Þorskastríðin þrjú (2006)

Þorskastríðin þrjú

Þorskastríðin þrjú. Saga landhelgismálsins 1948-1976 (Reykjavík: Hafréttarstofnun Íslands, 2006)

ISBN 9979701412

Þessi litla bók var samin að frumkvæði Hafréttarstofnunar Háskóla Íslands þar sem Tómas H. Heiðar var í forsvari. Hún var unnin í hraði, á sama tíma og ég stóð í ströngu við ritun Óvina ríkisins. Engu að síður er ég ánægður með hana, mér finnst hún gera það sem til var ætlast, að veita stutt og læsilegt yfirlit um gang íslenskra landhelgismála og þorskastríða árin eftir seinni heimsstyrjöld. Vissulega má finna að því að í henni er ekki að finna tilvísanir en það er engin dauðasynd og því síður undantekning þegar svona rit á í hlut, sbr. bækurnar Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson og Íslandssaga til okkar daga eftir Björn Þorsteinsson og Bergstein Jónsson.

Erfitt hefur reynst að nálgast þessa bók og er best að hafa samband við mig til að eignast hana.

 



Drupal vefsíða: Emstrur