Skip to Content

Stjórnmálasaga

"Satt og ósatt um þingrof", Fréttablaðið 5. júní 2012

Hér er blaðagrein um þingrof og afstöðu forseta og stjórnmálamanna til þess kosts í stjórnmálabaráttunni. Um afstöðu núverandi forseta frá mínum bæjardyrum séð má lesa nánar í grein minni í Skírni vorið 2010. Stutta umfjöllun um þá grein má finna hér.

Hvað gerir forseti Íslands og hvað gerir hann? Vísindavefur HÍ 29. maí 2012

Hér er stutt samantekt um völd og verksvið forseta Íslands, samin fyrir hinn frábæra vísindavef Háskóla Íslands.

"Tákn sameiningar og valda", Fréttablaðið 26. maí 2012.

Hér er fyrsta greinin í flokki um fyrri forseta og forsetakjör sem ég skrifa fyrir Fréttablaðið í aðdraganda kosninganna 30. júní. Farið er yfir kjör ríkisstjórans Sveins Björnssonar, forsetakjör hans og embættistíð. Á myndinni sést Sveinn Björnsson undirrita eiðstaf sinn á Þingvöllum 17. júní 1944. Það athugist að í Fréttablaðinu er birt mynd af Sveini á hinum helga stað þá helgu stund - eins og flestir landsmenn hefðu nú sagt þá. Myndatextinn er hins vegar um innsetningarræðu forseta 1. ágúst 1945 þegar hann var þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu.

Aðeins um bráðabirgðastjórnarskrána (2011)

Hér er stutt athugasemd í framhaldi af þeirri staðhæfingu Reimars Péturssonar í "Silfri Egils" sunnudaginn 20. nóv. 2012 að „hugmyndin um lýðveldisstjórnarskrána sem bráðabirgðaplagg“ stæðist engan veginn. Athugasemdina er einnig að finna á vefsíðu Egils Helgasonar.

Aðeins um bráðabirgðastjórnarskrána

Í Silfri Egils um helgina ræddi Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Var sá málflutningur röggsamur og skýr. Þótt Reimar viðurkenndi fúslega að auðvitað væru á stjórnarskránni „ákveðnir annmarkar“ kvað hann ljóst að hugmyndir ráðsins gerðu illt verra. Helst vildi hann því að þær yrðu lagðar til hliðar enda skyldu þeir menn flýta sér hægt sem vildu breyta stjórnarskrá.

Þar að auki sagðist Reimar halda að hún stæðist engan veginn „hugmyndin um lýðveldisstjórnarskrána sem bráðabirgðaplagg“. Skrif mín um þau mál virtust þá meðal annars höfð til hliðsjónar. Til fróðleiks langar mig til að benda fólki á þau, ekki til að vilja endilega eiga síðasta orðið, heldur vegna þess að mér finnst enn að það fari ekki á milli mála að á sínum tíma var stjórnarskráin aðeins samin til bráðabirgða. Allur undirbúningur málsins miðaðist við það, öll umræða á alþingi ber keim af því og sömuleiðis áform um breytingar í stjórnarsáttmála fyrstu ríkisstjórnarinnar á lýðveldistíma, að ekki sé minnst á allar nefndirnar sem hafa verið skipaðar um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Þau rök sem Reimar nefndi í sjónvarpsþættinum fyrir því að fólk skyldi ekki flana að neinu styðja einmitt þessa söguskoðun, finnst mér: Hann nefndi réttilega að lýðveldisstjórnarskránni hefði verið breytt nokkuð í tímans rás. Þar á meðal eru ný ákvæði um kjördæmaskipan sem var mikið bitbein nær alla síðustu öld. Sama gildir um nýjan kafla um mannréttindi. Stjórnarskrána hefur þannig þurft að endurskoða vegna þess að hún var samin til bráðabirgða, á tímum þegar þjóðareining þótti varða öllu. Enn er verk að vinna því að á skránni eru óneitanlega ákveðnir annmarkir. Það þarf alls ekki að þýða að henni þurfi að umbylta. Hitt virðist þó ljóst að í meira en sextíu ár hefur þingheimi mistekist að skilgreina betur en gert er í lýðveldisstjórnarskránni völd og valdmörk þjóðhöfðingja, þings og ríkisstjórnar. Áhugasamir geta lesið meira á þessari slóð hér.

 

 

""Þeir fólar sem frelsi vort svíkja"" (2010)

""Þeir fólar sem frelsi vort svíkja." Lög, ásakanir og dómar um landráð á Íslandi".

Erindi með þessu heiti flutti ég á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík 26. jan. 2010. Glærur má sjá hér. Upplýsingar um erindið og samnefnda grein í hausthefti Sögu 2009 eru hér.

"Hvað er stjórnmálasaga?" (2008)

Hér má finna glærur við fyrirlesturinn "Hvað er stjórnmálasaga" sem ég flutti í meistaranámskeiðinu Rannsóknir og kenningar við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands 9. september 2008.

"Bliknar Njála? Stjórnarskiptin 2007 í sögulegu ljósi" (2007)

"Bliknar Njála? Stjórnarskiptin 2007 í sögulegu ljósi". Erindi hjá Félagi stjórnmálafræðinga 24. maí 2007.

Í þessu erindi var stiklað á stóru um stjórnarskipti síðustu ára. Í heiti erindisins var vísað í orð Guðna Ágústssonar um atganginn vorið 2007. Guðni er fróður mjög um Njálu og þykir víst gaman að hlýða á hann tala um fornsögurnar, einkum þó þetta höfuðrit Sunnlendinga. Myndin til hliðar er af fyrirlestri Guðna um Njálu í Sögusetrinu á Hvolsvelli.

"Byltingin á Bessastöðum. Breytingar á embætti forseta Íslands í valdatíð Ólafs Ragnars Grímssonar" (2008)

Hér eru glærur við erindi sem ég flutti í Háskólanum í Reykjavík. Erindið varð síðan uppistaðan í nær samnefndri grein í Skírni árið 2010.

Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur