Skip to Content

Annað

""Ég vissi ekkert, ég gat ekkert." Bankahrunið á Íslandi og vægi valdhafa í þungum straumi sögunnar" (2013)

„„Ég vissi ekkert, ég gat ekkert.“ Bankahrunið á Íslandi og vægi valdhafa í þungum straumi sögunnar.“ Kristbjörn Helgi Björnsson (ritstj.),Söguþing 2012. Ráðstefnurit (Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands: Reykjavík, 2013), 1−24. 

Þessi grein er byggð á erindi um efnið sem var flutt á Söguþingi 2012. Hana má lesa í heild sinni hér. Ljósmyndin sem hér fylgir var tekin þegar ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde var þingfest í Þjóðmenningarhúsinu 7. júní 2011. Í fyrirsögn blaðaúrklippunnar sem Geir heldur á kristallast vörn hans. Myndin birtist á vef Viðskiptablaðsins þennan dag.

"Síldarævintýrið mikla. Dæmisaga um íslenskar öfgar?" Erindi á málþingi á Síldarminjasafni Íslands 23. júní 2012.

Laugardaginn 23. júní var haldin árleg Jónsmessuhátíð Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði. Hátíðin var tileinkuð 100 ára sögu fiskimjöls- og lýsisiðnaðar í landinu. Ég flutti þar erindi sem nefnist "Síldarævintýrið mikla. Dæmisaga um íslenskar öfgar?" Erindið hefur einnig verið birt í Hellunni, bæjarritinu góða nyrðra.

Auk mín fluttu á málþinginu erindi Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur og Jón Reynir Magnússon, fyrrverandi forstjóri S.R., þess risa í síldarsögunni. Bæði voru þau fróðleg og skemmtileg. Safnstjórinn Örlygur Kristfinnsson og Aníta Elefsen, rekstrarstjóri þess (og nýútskrifaður sagnfræðingur) báru hitann og þungann af undirbúningi málþingsins. Nánari fregnir af því má sjá hér og hér. Að þingi loknu var slegið á léttari strengi og sáu um það tvíeykið frábæra Hundur í óskilum. Frábærast í þeim hluta þingsins þótti mér lag þeirra um 26. grein stjórnarskrárinnar. Ekki hef ég fundið það á youtube en læt fylgja hér slóð til eins nýjasta lags þeirra.

Síldarminjasafnið á Siglufirði er einstaklega skemmtilegt safn. Metnaðurinn sem Örlygur og hans fólk hefur lagt í safnið er til háborinnar fyrirmyndar eins og karlinn sagði. Sama má segja um bók Örlygs, Svipmyndir úr síldarbæ, þar sem margur kynlegur kvistur kemur við sögu og sagður kostur og löstur, en af næmni, skilningi og auðvitað kímni þegar við á.

Sjálfur kom ég fyrst til Siglufjarðar snemma á síðasta áratug síðustu aldar. Þetta er ekki sami staður og þá. Læt fylgja hér mynd af eldri sonunum í hinum fallega bæ Siglufirði.

"Síldarævintýrið í Hvalfirði" (1995)

 „Síldarævintýrið í Hvalfirði”, Ný saga, 7. árg. 1995, bls. 1-29.

Þessarar greinar er getið hér því að hún varð mér mikil hvatning í fræðunum. Sögufélag, Sagnfræðingafélag Íslands og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands efndu til ritgerðarsamkeppni út af hálfrar aldar afmæli lýðveldisins og varð þessi ritsmíð hlutskörpust, ásamt ritgerð Vals Ingimundarsonar um áhrif bandarísks lánsfjár á stefnu vinstri stjórnarinnar 1956.

"Síldarbræðsla" og "Síldarleit úr lofti" (2007)

„Síldarbræðsla“, og  „Síldarleit úr lofti“. Silfur hafsins. Gull Íslands. Síldarsaga Íslands III (Reykjavík: Nesútgáfan 2007), bls. 65-174 og 217-230.

Sumarið 1992 þegar ég kom heim úr BA-námi í sagnfræði og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla í Bretlandi - og endasleppt framhaldsnám í Þýskalandi - fann ég í fyrstu ekkert að vinna við heima á Íslandi. Sem betur fer sá Steinar J. Lúðvíksson, aðalritstjóri Fróða og eiginmaður föðursystur minnar Gullveigar, aumur á mér og bauð mér að þýða skáldsögur Stephens Kings. Það var mjög gaman og sömuleiðis fékk ég vinnu við sumarafleysingar á fréttastofu Bylgjunnar. Mestu skipti þó að Benedikt Sveinsson, sem ég þekkti gegnum Stjörnuna í Garðabæ, bað mig að taka saman efni í ævisögu föður hans, Sveins Benediktssonar útgerðarmanns og stjórnarformanns Síldarverksmiðja ríkisins um árabil. TIl urðu drög að ævisögu en þegar ég lít á þau löngu síðar þakka ég mínum sæla að verkið var ekki gefið út. Verði að því þarf það mikillar endurskoðunar og slípunar við.

En þannig orsakaðist það að ég, sem hef aldrei stigið fæti inn í síldarverksmiðju, fór síðar að skrifa um síldarbræðslu og ýmislegt tengt silfri hafsins í hina miklu síldarsögu sem kom að lokum út árið 2007.

"Country Report: Iceland". EUDO Citizenship Observatory (2010)

„Country Report: Iceland“. EUDO Citizenship Obeservatory, 2010.

Þessa skýrslu um ríkisborgararétt á Íslandi í samtímanum og sögulegu ljósi vann ég með Gunnari Þór Péturssyni, kollega þegar ég við lagadeild HR. Vart þarf að taka fram að það var ég sem vann mest í sögulega hlutanum og kom lítt að samtíðinni þar sem Gunnar var á heimavelli.

Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur