Skip to Content

Sympathy and Self-Interest (2005)

Sympathy and Self-Interest

Sympathy and Self-Interest. Norway and the Anglo-Icelandic Cod Wars. Forvarsstudier 6 2004 (Oslo: Institutt for Forsvarsstudier, 2005).

ISSN 0333 3981

Í þessu stutta riti, sem unnt er að hlaða niður frítt hér, er rakin afstaða norskra stjórnvalda til landhelgisdeilna Íslands og Bretlands fyrstu áratugina eftir seinni heimsstyrjöldina. Meginniðurstaðan er sú að Norðmenn hafi einkum látið eigin hagsmuni ráða för, og þá hafi skipt einna mestu sá ótti þeirra að átökin gætu leitt til þess að Íslendingar segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu. Til þess máttu valdhafar í Osló vart hugsa.

Annars notaði ég ritið einnig sem vettvang til að kynna afar fróðlegar upplýsingar úr skjalasöfnum um gang þorskastríðanna á áttunda áratug síðustu aldar; vildi verða fyrstur til að koma þeim á framfæri í fræðunum. Ekki verður þó sagt að þær hafi vakið mikla athygli frekar en annað sem maður hefur skrifað um þorskastríðin. Íslendingar vilja goðsögnina um einhuga þjóð og hennar heilaga rétt.

 



Drupal vefsíða: Emstrur