"Rússarnir koma", Morgunblaðið 16. jan. 2007.

Grein þessi var andsvar við gagnrýni Björns Bjarnasonar á ritdóm Jóns Ólafssonar um Óvini ríkisins. Allt vafði þetta upp á sig og varð eflaust lítill skemmtilestur lesendum Morgunblaðsins. Þess verður að geta í framhjáhlaupi að bíómyndin Rússarnir koma er ein af mínum uppáhaldsmyndum og kveikjan að titli greinarinnar (og hafði jafnvel einhver áhrif á innihaldið, og alla mína skoðun á kalda stríðinu). Björn Bjarnason svaraði þessari grein með annarri á síðum Morgunblaðsins. Lét ég þar við sitja, hef aldrei verið þeirrar gerðar að vilja alltaf eiga síðasta orðið.